Að meðaltali deyja 100 og 250 manns verða öryrkjar á ári vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu

Þegar ég fór að fræðast  um hvað er að gerast í heilbrigðisþjónustunni varðandi öryggi sjúklinga var veruleikinn ótrúlegur.  Stór hópur fólks er að lenda í því að verða fyrir mistökum þegar það leitar eftir læknisaðstoð eða þjónustu. Það eru því miður ekki til neinar tölur um það hvað það eru margir sem lenda í mistökum.  Ég lenti í því fyrir ári síðan að missa ófætt barn þegar að ég var búin að reyna að leita eftir viðeigandi læknisaðstoð vegna þvagfærasýkingar í 4 daga þegar mér var neitað um aðstoð á meðgöngudeild.  Eftir 4 sólarhringa og heimsóknir á 4 staði í heilbrigðiskerfinu var ég orðin mjög veik og of seint að bjarga barninu.  Ef að rétt hefði verið staðið að málum hefði verið hægt að bjarga barninu.  Ég upplifði það að ég var ekki tekin alvarlega á meðgöngudeild, heilsugæslu, læknavakt og 2x á bráðamóttöku.  Í framhaldi af  þessari hræðilegu lífsreynslu ákvað ég að  stofna Emilíusjóðinn í minningu dóttir minnar  og heimasíðu um sjúklingaöryggi til að fræða fólk um áhættuna sem fylgir því þegar verið er að eiga við líf eða heilsu fólks.  Við þurfum sjálf að taka ábyrgð og hafa skoðun á því þegar að verið er að taka ákvörðun um líf og heilsu okkar.   Mig langar að hvetja fólk til að fara inn á heimasíðuna sjuklingaoryggi.is og taka þátt í skoðanakönnun varðanda traust til heilbrigðisþjónustunnar ásamt fleiru.  Mér finnst hræðilegt að vita af því að fleiri konur lenda í því sama og ég að fá ekki rétta greiningu og þjónustu á meðgöngu sem getur haft alvarlegar afleiðingar.  Ég vil hvetja stjórnvöld til að setja öryggi sjúklinga í fyrsta sæti. Sem dæmi myndi ég aldrei fara um borð í flugvél sem hefur ekki farið í gegnum fullkomið gæðaeftirlit.  En gæðaeftirlitið er ábótavant í heilbrigðisþjónustunni.  Ég get ekki þagað yfir þessu.  Ég vil hvetja fólk að segja sína sögu af sínu ferðalagi í gegnum heilbrigðisþjónustuna! Það er eina leiðin til að  brjóta niður "The silent wall" heilbrigðisþjónustunnar og bæta öryggi þjónustunnar.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábært og þarft framtak hjá þér Svala. Innilegar samúðaróskir vegna missis dótturinnar. Sem 4 baran móðir get ég ekki ímyndað mér hversu sársaukafullt það hlýtur að vera að missa barnið sitt. Komst þó nálægt þvi þegar yngsta dóttir mín fæddist..en það var bara fyrir hörkufrekju, hávaða  og þrjósku að ég fékk loksins lækni til að líta á dóttur mína sem var þá orðin fárveik og nær dauða en lífi eftir að beiðni mín hafði verið hundsuð klukkustundum saman. Og þetta var inni á sjúkrahúsinu..og alltof fáir á yfirfullri vakt.

Gangi þér vel!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband